Van Dijk fékk auka leik í bann Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 18:46 Van Dijk rífst hér við John Brooks dómara eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Newcastle. Vísir/Getty Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool fékk í dag einn auka leik í leikbann vegna framkomu sinnar í garð dómara í leiknm gegn Newcastle. Hollendingurinn var auk þess sektaður duglega. Rauða spjaldið sem Van Dijk fékk gegn Newcastle var umdeilt en hann átti þá í viðskiptum við Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Van Dijk fékk rautt spjald frá John Brooks dómara leiksins og spjaldið hélt eftir VAR-skoðun. Van Dijk var afar ósáttur við spjaldið, neitaði upphaflega að fara af velli og reifst heillengi við Brooks dómara. Þar sem ekki var um að ræða rautt spjald vegna ofsafengins brots fékk Hollendingurinn sterki upphaflega aðeins einn leik í bann. Liverpool captain Virgil van Dijk has been handed a further one-game suspension following his red card against Newcastle, as well as being fined £100,000 for acting in an "improper manner" pic.twitter.com/NNhWDBeuKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 8, 2023 Í dag tilkynnti hins vegar enska knattspyrnusambandið að Van Dijk fengi einn leik til viðbótar í leikbann vegna framkomu sinnar í garð Brooks í leiknum. „Virgil Van Dijk hefur verið dæmdur í eins leiks bann og til greiðslu 100.000 punda sektar fyrir að brjóta reglu E3.1 í leik Liverpool gegn Newcastle,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. „Varnarmaðurinn viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt og að hann hafi notað dónaleg og móðgangi orð gagnvart starfsmanni leiksins eftir að hafa verið rekinn af velli á 29. mínútu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Virgil van Dijk statement accepting the additional one-game ban for acting in an improper manner and using abusive and insulting words after dismissal for #LFC at Newcastle. Misses Wolves away. pic.twitter.com/D6oMbBVzCc— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2023 Þrátt fyrir að hafa verið ósáttur við sjálfa rauða spjaldið viðurkennir Van Dijk að hann hafi gengið of langt í kjölfarið. „Þetta var fyrsta rauða spjaldið á ferli mínum með Liverpool og ég lét pirringinn ná tökum á mér á stóru augnabliki. Ég baðs dómarana afsökunar strax eftir leik og tek fulla ábyrgð,“ skrifar Van Dijk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Rauða spjaldið sem Van Dijk fékk gegn Newcastle var umdeilt en hann átti þá í viðskiptum við Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Van Dijk fékk rautt spjald frá John Brooks dómara leiksins og spjaldið hélt eftir VAR-skoðun. Van Dijk var afar ósáttur við spjaldið, neitaði upphaflega að fara af velli og reifst heillengi við Brooks dómara. Þar sem ekki var um að ræða rautt spjald vegna ofsafengins brots fékk Hollendingurinn sterki upphaflega aðeins einn leik í bann. Liverpool captain Virgil van Dijk has been handed a further one-game suspension following his red card against Newcastle, as well as being fined £100,000 for acting in an "improper manner" pic.twitter.com/NNhWDBeuKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 8, 2023 Í dag tilkynnti hins vegar enska knattspyrnusambandið að Van Dijk fengi einn leik til viðbótar í leikbann vegna framkomu sinnar í garð Brooks í leiknum. „Virgil Van Dijk hefur verið dæmdur í eins leiks bann og til greiðslu 100.000 punda sektar fyrir að brjóta reglu E3.1 í leik Liverpool gegn Newcastle,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. „Varnarmaðurinn viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt og að hann hafi notað dónaleg og móðgangi orð gagnvart starfsmanni leiksins eftir að hafa verið rekinn af velli á 29. mínútu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Virgil van Dijk statement accepting the additional one-game ban for acting in an improper manner and using abusive and insulting words after dismissal for #LFC at Newcastle. Misses Wolves away. pic.twitter.com/D6oMbBVzCc— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2023 Þrátt fyrir að hafa verið ósáttur við sjálfa rauða spjaldið viðurkennir Van Dijk að hann hafi gengið of langt í kjölfarið. „Þetta var fyrsta rauða spjaldið á ferli mínum með Liverpool og ég lét pirringinn ná tökum á mér á stóru augnabliki. Ég baðs dómarana afsökunar strax eftir leik og tek fulla ábyrgð,“ skrifar Van Dijk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira