„Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:01 Lárus Orri og Kári ræddu um leiðtoga í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Lúxemborg í gær. Vísir Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag. Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira