„Skömm ykkar er mikil“ Jón Þór Stefánsson skrifar 9. september 2023 14:40 Bubbi Morthens segir íslensku stjórnmálafólki að skammast sín, en hann óttast að Íslendingar muni útrýma villta laxastofninum líkt og þeir drápu síðasta geirfuglinn. Vísir Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sakar íslenska stjórnmálamenn um græðgi í skoðanagrein á Vísi um laxeldi, en þar segist hann óttast að Íslendingar muni útrýma villta laxastofninum líkt og þeir drápu síðasta geirfuglinn. „Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan?“ spyr Bubbi. Hann minnist þess að hafa skrifað marga pistla um laxeldi í sjó fyrir nokkrum árum og fullyrðir að þar hafi hann ekki verið að spá neinu, heldur segja skýrt og greinilega hvað myndi gerast. „Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau,“ skrifar Bubbi. „Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla!“ bætir hann við. Nú segir hann það blasa við að umrædd loforð hafi verið svikin. Undanfarið hefur verið greint frá því að eldislaxar hafi fundist í ám, en Bubbi kallar ástandið hamfarir. „Trúðu mér,“ skrifar Bubbi, sem vill meina að ráðamenn hafi verið meðvitaðir um hvað myndi gerast. „Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi.“ Lokaorðum sínum beinir Bubbi að íslenskum þingmönnum og ráðherrum sem hann segir að þurfi að skammast sín. „Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta?“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Starfshópur Svandísar vill herða reglur vegna eldisfiskastroks Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir fyrirsjáanlega draumóra gæta í nýrri skýrslu um strok eldislaxa; að tæknin komi einhvern veginn til bjargar greininni. En betur má ef duga skal. 23. júní 2023 12:31 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan?“ spyr Bubbi. Hann minnist þess að hafa skrifað marga pistla um laxeldi í sjó fyrir nokkrum árum og fullyrðir að þar hafi hann ekki verið að spá neinu, heldur segja skýrt og greinilega hvað myndi gerast. „Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau,“ skrifar Bubbi. „Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla!“ bætir hann við. Nú segir hann það blasa við að umrædd loforð hafi verið svikin. Undanfarið hefur verið greint frá því að eldislaxar hafi fundist í ám, en Bubbi kallar ástandið hamfarir. „Trúðu mér,“ skrifar Bubbi, sem vill meina að ráðamenn hafi verið meðvitaðir um hvað myndi gerast. „Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi.“ Lokaorðum sínum beinir Bubbi að íslenskum þingmönnum og ráðherrum sem hann segir að þurfi að skammast sín. „Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta?“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Starfshópur Svandísar vill herða reglur vegna eldisfiskastroks Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir fyrirsjáanlega draumóra gæta í nýrri skýrslu um strok eldislaxa; að tæknin komi einhvern veginn til bjargar greininni. En betur má ef duga skal. 23. júní 2023 12:31 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46
Starfshópur Svandísar vill herða reglur vegna eldisfiskastroks Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir fyrirsjáanlega draumóra gæta í nýrri skýrslu um strok eldislaxa; að tæknin komi einhvern veginn til bjargar greininni. En betur má ef duga skal. 23. júní 2023 12:31