„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 23:30 Kári Árnason fór yfir varnarleik Íslands gegn Lúxemborg. Vísir Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira