Því næst mætir Friðjón R. Friðjónsson. Hann ætlar að fjalla um þá - að því er virðist óumflýjanlegu - staðreynd að þeir Joe Biden og Donald Trump muni há nýtt einvígi um forsetastólinn í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Þrátt fyrir allt sem á gengur fyrir dómstólum virðist ekkert geta stöðvað Trump og klofninginn í bandarískum stjórnmálum.
Þau Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík munu skiptast á skoðunum um Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, stærstu samgönguframkvæmd sögunnar. Þarf að endurskoða áform frá grunni eða er nóg að hnika til framkvæmdum?
Í lok þáttar mætir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri SA. Þar verður litið fram á haustið í vinnumarkaðsmálum.