Arenas hefur verið eitt stærsta nafnið í bandarískum fótbolta um árabil en hann stýrði bandaríska landsliðinu frá 1998 til 2006 og aftur frá 2016 til 2017. Þá þjálfaði hann LA Galaxy þegar David Beckham var leikmaður liðsins.
Þessi 71 árs gamli þjálfari var upphaflega látinn stíga tímabundið til hliðar á meðan deildin rannsakaði ásakanir á hendur honum. Nú hefur hann ákveðið að segja af sér þó svo að ekki sé búið að opinbera hvað rannsóknin leiddi í ljós.
Bruce Arena, the winningest coach in MLS history, resigned from his post as head coach and sporting director of the New England Revolution on Saturday night amid allegations of insensitive and inappropriate remarks. https://t.co/dA5MfLOQgK
— The Washington Post (@washingtonpost) September 10, 2023
Arenas viðurkennir að hann hafi gert mistök og MLS hefur staðfest að hann sé sekur um allavega hluta ásakananna.
„Ég veit ég gerði mistök. Þó þetta hafi verið erfið ákvörðun tel ég það best fyrir mig, New England Revolution og fjölskyldu mína að leiðir skilji að svo stöddu,“ sagði Arenas um málið en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2019.