Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ice Fish Farm til norsku kauphallarinnar í gær. Meirihlutaeigandi þess er norska félagið Måsøval Eiendom.
Guðmundur hefur stýrt Ice Fish Farm frá árinu 2012. Hann er sagður hafa óskað eftir því við stjórn fyrirtækisins að hann vilji láta af forstjórastarfinu til að einbeita sér að söluáætlun þess.
Búist er við því að leitin að næsta forstjóra fiskeldisfyrirtækisins taki nokkra mánuði.
Félag sem að hluta í eigu Guðmundar er á meðal stærstu hluthafa í Ice Fish Farm. Ísfélagið keypti sextán prósent hlut í fyrirtækinu í mars og varð þannig einn af stærstu hluthöfum þess.