Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Íþróttadeild Vísis skrifar 11. september 2023 20:45 Íslenska landsliðið átti mun betri leik gegn Bosníu en gegn Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40