Åge eftir sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands: „Ég elska þennan hóp“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 21:32 Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir dramatískan sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í kvöld hafa mikla þýðingu fyrir leikmannahópinn. Hann segist hafa tekið mikla taktíska áhættu er leið á leikinn, hún borgaði sig. Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótatímar. Sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Í fótbolta skiptir það öllu máli að vinna leiki. Þegar að við töpum leikjum verðum við að sjálfsögðu vonsviknir og það hvernig við töpuðum leiknum gegn Lúxemborg var ólíkt því sem við höfum fengið að kynnast sem íslensku leiðinni í gegnum tíðina,“ sagði Åge í viðtali eftir leik. Þar gerðum við mörg mistök, litum ekki út fyrir að vera lið og við töluðum um það eftir leik. Leikmennirnir áttu þennan sigur hér í kvöld skilið. Við höfum verið svo nálægt því að ná í úrslit, til að mynda gegn Portúgal og Slóvakíu en í fótbolta þarftu að klára færin þín, góð færi í kvöld fóru meira að segja forgörðum hjá okkur.“ Klippa: Åge Hareide létt Åge hafði alltaf trú á því að íslenska liðið gæti náð inn marki fyrir leikslok. „Ég vonaði að sjálfsögðu að við myndum ná inn markinu og við settum inn á auka framherja. Orri stóð sig virkilega vel í kvöld og ég vissi að ef við myndum setja Alfreð inn á þá myndu þeir tveir ná að vinna mjög vel saman og ná að setja meiri pressu á öftustu línu Bosníu. Þá var miðjan hjá okkur einnig mjög öflug. Við skiptum yfir í 4-4-2 leikkerfið undir lok leiks og ég held að með því höfum náð að koma Bosníumönnum á óvart. Í staðinn fyrir að reyna verja þetta eina stig sem við vorum með í hendi þá ákváðum við að fara á eftir öllum þremur stigunum. Það tókst sem betur fer.“ Åge viðurkennir að á þeim tímapunkti leiksins hafi hann verið að taka mikla áhættu með leikskipulag íslenska liðsins. „Það er stundum svona með þessi taktísku upplegg. Ef þau heppnast þá verður maður rosalega glaður, ef þau takast ekki þá verður maður fyrir gífurlegum vonbrigðum.“ Hann segir íslenska landsliðið, sem ein heild, hafa litið mjög vel út í kvöld. „Ég held að leikmenn hafi öðlast meiri trú á sér eftir því sem leið á leikinn. Við sköpuðum okkur þónokkur færi, mörg þeirra fóru forgörðum en andinn í þessu liði á þessari stundu er mjög góður. Ég er rosalega ánægður fyrir hönd strákanna. Nú getum við leyft okkur að hlakka til næstu leikja, meðal annars tveggja heimaleikja, og byggt ofan á það sem við byggðum í kvöld.“ Hvaða þýðingu telur þú að þessi sigur hafi fyrir leikmannahópinn? „Sigurinn hefur mikla þýðingu fyrir þá. Í fótbolta snýst allt um að vinna leiki og maður getur aðeins byggt ofan á góð úrslit vegna þess að þau veita þér sjálfstraust til þess að halda áfram á sömu leið. Ég elska þennan hóp vegna þess að hann er samheldinn, þetta eru góðir fótboltamenn og þá lofar framtíðin einnig góðu hvað okkar ungu leikmenn varðar. Framtíðin er mjög áhugaverð hvað íslenska landsliðið varðar. Núna þurfum við að finna réttu leiðina að því að byggja upp leikmannahópinn á þeim gildum sem við sáum hér í kvöld, vinnusemi.“ EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótatímar. Sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Í fótbolta skiptir það öllu máli að vinna leiki. Þegar að við töpum leikjum verðum við að sjálfsögðu vonsviknir og það hvernig við töpuðum leiknum gegn Lúxemborg var ólíkt því sem við höfum fengið að kynnast sem íslensku leiðinni í gegnum tíðina,“ sagði Åge í viðtali eftir leik. Þar gerðum við mörg mistök, litum ekki út fyrir að vera lið og við töluðum um það eftir leik. Leikmennirnir áttu þennan sigur hér í kvöld skilið. Við höfum verið svo nálægt því að ná í úrslit, til að mynda gegn Portúgal og Slóvakíu en í fótbolta þarftu að klára færin þín, góð færi í kvöld fóru meira að segja forgörðum hjá okkur.“ Klippa: Åge Hareide létt Åge hafði alltaf trú á því að íslenska liðið gæti náð inn marki fyrir leikslok. „Ég vonaði að sjálfsögðu að við myndum ná inn markinu og við settum inn á auka framherja. Orri stóð sig virkilega vel í kvöld og ég vissi að ef við myndum setja Alfreð inn á þá myndu þeir tveir ná að vinna mjög vel saman og ná að setja meiri pressu á öftustu línu Bosníu. Þá var miðjan hjá okkur einnig mjög öflug. Við skiptum yfir í 4-4-2 leikkerfið undir lok leiks og ég held að með því höfum náð að koma Bosníumönnum á óvart. Í staðinn fyrir að reyna verja þetta eina stig sem við vorum með í hendi þá ákváðum við að fara á eftir öllum þremur stigunum. Það tókst sem betur fer.“ Åge viðurkennir að á þeim tímapunkti leiksins hafi hann verið að taka mikla áhættu með leikskipulag íslenska liðsins. „Það er stundum svona með þessi taktísku upplegg. Ef þau heppnast þá verður maður rosalega glaður, ef þau takast ekki þá verður maður fyrir gífurlegum vonbrigðum.“ Hann segir íslenska landsliðið, sem ein heild, hafa litið mjög vel út í kvöld. „Ég held að leikmenn hafi öðlast meiri trú á sér eftir því sem leið á leikinn. Við sköpuðum okkur þónokkur færi, mörg þeirra fóru forgörðum en andinn í þessu liði á þessari stundu er mjög góður. Ég er rosalega ánægður fyrir hönd strákanna. Nú getum við leyft okkur að hlakka til næstu leikja, meðal annars tveggja heimaleikja, og byggt ofan á það sem við byggðum í kvöld.“ Hvaða þýðingu telur þú að þessi sigur hafi fyrir leikmannahópinn? „Sigurinn hefur mikla þýðingu fyrir þá. Í fótbolta snýst allt um að vinna leiki og maður getur aðeins byggt ofan á góð úrslit vegna þess að þau veita þér sjálfstraust til þess að halda áfram á sömu leið. Ég elska þennan hóp vegna þess að hann er samheldinn, þetta eru góðir fótboltamenn og þá lofar framtíðin einnig góðu hvað okkar ungu leikmenn varðar. Framtíðin er mjög áhugaverð hvað íslenska landsliðið varðar. Núna þurfum við að finna réttu leiðina að því að byggja upp leikmannahópinn á þeim gildum sem við sáum hér í kvöld, vinnusemi.“
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn