Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:00 Skjáskot úr viðtali Piers Morgan við Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Vísir/Skjáskot Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu. Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér. Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira
Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér.
Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira