West Ham útilokar ekki að sækja félagslausan Lingard Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 11:00 Jesse Lingard átti frábært tímabil með West Ham er hann gekk til liðs við félagið á láni árið 2021. Justin Tallis - Pool/Getty Images Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað fyrir tæpum tveimur vikum síðan berast enn fréttir af mögulegum félagsskiptum leikmanna. Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira