Umfjöllun: Þór/KA 3 - 2 Breiðablik | Blikar töpuðu og Valur er Íslandsmeistari Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2023 16:00 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og félagar í Þór/KA unnu góðan sigur á Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA vann 3-2 sigur á Breiðabliki á Akureyri í dag með sigurmarki í uppbótartíma eftir að hafa komist 2-0 yfir. Með sigrinum lyftir Þór/KA sér upp fyrir FH í 5. sæti deildarinnar. Breiðablik er áfram í 2. sæti og Valskonur eru orðnar Íslandsmeistarar í kjölfar þessara úrslita. Leikurinn byrjaði með látum og strax á fyrstu mínútu komst Sandra María ein í gegn eftir skyndisókn og klaufagang í varnarleik Blika en skot hennar fór rétt fram hjá. Boltinn var varla kominn í leik þegar heimakonur voru aftur búnar að vinna hann og koma sér í færi en Telma varði þá fast skot Huldu Óskar í vítateignum. Heimakonur fengu tvö færi til viðbótar áður en 6 mínútur voru liðnar af leiknum; fyrst var það Margrét Árnadóttir sem átti ágætis skalla að marki sem Telma varði og næst var það Hulda Ósk sem lét vaða rétt fyrir utan teig en boltinn fram hjá. Rúmri mínútu seinna fékk Katrín Ásbjörnsdóttir frábært færi fyrir Blika þegar hún fékk boltann beint í fæturna við markteig eftir atgang í teignum en þrumaði boltanum yfir. Hún var svo aftur á ferðinni í næstu sókn þegar hún fékk sendingu til baka inn á teiginn frá Andreu Rut en setti boltann rétt fram hjá fjærstönginni. Allt þetta gerðist á fyrstu 10 mínútum leiksins en á einhvern ótrúlegan hátt var staðan enn markalaus. Leikurinn róaðist mikið eftir þetta og liðin voru ekki að spila frábæran fótbolta þar sem þónokkuð var um rangar ákvarðanir og slæmar sendingar hjá báðum liðum. Á 45. mínútu komst Þór/KA í forystu. Blikar töpuðu boltanum í uppspili og Dominique Randle kom boltanum á Huldu Ósk sem gaf boltann fyrir þar sem Karen María var mætt og skallaði boltann í netið. 1-0 í hálfleik fyrir heimakonum. Á upphafsmínútum síðari hálfleiks tvöfaldaði Þór/KA forystuna. Hulda Ósk átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn gestanna þar sem Margrét Árnadóttir var mætt í hlaupið og setti boltann yfir á fjærstöngina þar sem markamaskínan Sandra María mætti og skilaði boltanum í netið. Á 54. mínútu braut Agnes Birta á Katrínu Ásbjörnsdóttur innan vítateigs og vítaspyrna réttilega dæmd fyrir Breiðablik. Agla María steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan 2-1. Eftir markið sóttu Blikar meira en heimakonur voru þó alltaf hættulegar í að sækja hratt upp völlinn. Á 77. mínútu tók Agla María völdin í sínar hendur. Hún fékk þá boltann vinstra megin við teiginn, fór inn á hægri fótinn og smellti boltanum yfir Melissu í slánna og inn og jafnaði leikinn. Sannarlega glæsilegt mark. Blikar vildu sigur og sóttu linnulaust og fengu ótal hornspyrnur en inn vildi boltinn ekki. Það var því þungt högg þegar varamaðurinn Una Móeiður skoraði sigurmarkið fyrir Þór/KA þegar komið var fram í uppbótartíma. Jakobína Hjörvarsdóttir settu boltann langt fram og þar hrökk boltinn af hausnum á Amalíu Árnadóttur fyrir fæturna á Unu sem skoraði sigurmarkið og tryggði Þór/KA stigin þrjú. Af hverju vann Þór/KA? Liðið var óhrætt við að sækja og pressa Blikana og uppskáru að lokum þrjú mörk sem nægir oftar en ekki til að vinna fótboltaleiki þó enginn afgangur hafi verið af því í dag. Hverjar stóðu upp úr? Sandra María Jessen er bara alltaf góð og það var engin breyting á því í dag. Skoraði eitt mark og er hausinn í sóknarleik liðsins og Karen María var einnig sterk fram á við. Miðjan hjá Þór/KA var sterk og ber þar helst að nefna þær Margréti Árnadóttur og Ísfold Marý Sigtryggsdóttur. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk og bar af í liði Blika eins og oft áður. Þá var Taylor Marie Ziemer mikilvæg fyrir liðið í dag sem og Katrín Ásbjörnsdóttir sem tók mikið til sín og fiskaði víti. Hvað gekk illa? Ákvarðanataka og nákvæmni í sendingum í opnum leik var oft ekki upp á marga fiska og geta bæði lið gert betur þar. Hvað gerist næst? Þór/KA fer í Laugardalinn og mætir Þrótti sunnudaginn 17. september kl. 14:00. Á sama tíma mætast Breiðablik og Stjarnan í Kópavogi. „Eigum við ekki að horfa upp í annað sætið fyrst við eigum séns á því?“ Þróttur - Þór/KA Besta deild kvenna 2023 KSÍ. Pétur Heiðar KristjánssonVilhelm Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA, var glaður í bragði eftir dramatískan sigur gegn Breiðabliki. „Hún er nú bara stórkostleg. Þetta verður ekki mikið skemmtilegra en þetta þó maður hefði kosið að hafa þetta þægilegra og þægilegan dag á skrifstofunni eins og þetta leit út fyrir að vera þegar við komust í 2-0 en þetta gerist varla betra en þetta svona eftir á.“ Heimakonur fengu þónokkur færi strax á upphafsmínútum leiksins og voru óheppnar að skora ekki eitt til tvö mörk. „Já auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður skorar ekki en við lögðum upp leikinn svona; að stíga hátt á þær og vinna boltann þarna og komast í þessi færi. Auðvitað átti planið að vera að skora snemma en svo gerist það ekki og staðan hefði getað verið 3-0 eftir fimm mínútur en líka getað verið 3-2 eftir 10-15 mínútur, þetta var það opið í byrjun, en við skorum náttúrulega á versta tíma fyrir þær og besta tíma fyrir okkur, rétt fyrir hálfleik, þá bara fer maður sáttur inn í hálfleikinn.“ Breiðablik jafnaði í 2-2 á 77. mínútu og sóttu mikið í leit að sigurmarki. „Sá kafli var ekki góður. Ömurlegt að fá þetta mark á sig svona eftir okkar eigin mistök, 2-1 markið, svo kemur þetta draumamark hjá Öglu og auðvitað hafði maður smá áhyggjur þá að mómentið væri að snúast og þær væru að taka yfir en við lögðum upp í dag með að hafa karakter í liðinu og það yrði liðsheild og við sýndum það í lokin að við gáfumst ekki upp og við höfðum trú á þessu alveg til loka.“ „Við fórum í aðeins nýjar áherslur taktíklega og spilalega séð. Lögðum meiri kraft í pressuna hjá okkur og fórum að vinna meira í að hafa trú á verkefninu og ekki koðna niður við fyrsta mótlæti eða mistök, eins og ég segi hefðum við getað skorað fullt í byrjun og hefði verið auðvelt að bakka út og fara inn í skelina sína en við ákváðum bara að vera allan tímann og hafa gaman að þessu og njóta þess að vera spila fótbolta“, bætti Pétur við aðspurður hvernig nálgunin á þennan leik hefði verið eftir stórt tap gegn Val í síðasta leik. Þór/KA lyftir sér yfir FH í 5. sætið og á enn tölfræðilega möguleika á 2. sætinu en til þess þarf ansi margt að ganga upp. Hvert er stefnan sett? „Eigum við ekki að horfa upp í annað sætið fyrst við eigum séns á því? Annað værir bara skrítið. Fulla ferð áfram og sunnudagurinn fyrsti áfangastaður“ sagði Pétur brattur að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Tengdar fréttir „Þetta er úrslitabransi“ Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. 13. september 2023 19:48
Þór/KA vann 3-2 sigur á Breiðabliki á Akureyri í dag með sigurmarki í uppbótartíma eftir að hafa komist 2-0 yfir. Með sigrinum lyftir Þór/KA sér upp fyrir FH í 5. sæti deildarinnar. Breiðablik er áfram í 2. sæti og Valskonur eru orðnar Íslandsmeistarar í kjölfar þessara úrslita. Leikurinn byrjaði með látum og strax á fyrstu mínútu komst Sandra María ein í gegn eftir skyndisókn og klaufagang í varnarleik Blika en skot hennar fór rétt fram hjá. Boltinn var varla kominn í leik þegar heimakonur voru aftur búnar að vinna hann og koma sér í færi en Telma varði þá fast skot Huldu Óskar í vítateignum. Heimakonur fengu tvö færi til viðbótar áður en 6 mínútur voru liðnar af leiknum; fyrst var það Margrét Árnadóttir sem átti ágætis skalla að marki sem Telma varði og næst var það Hulda Ósk sem lét vaða rétt fyrir utan teig en boltinn fram hjá. Rúmri mínútu seinna fékk Katrín Ásbjörnsdóttir frábært færi fyrir Blika þegar hún fékk boltann beint í fæturna við markteig eftir atgang í teignum en þrumaði boltanum yfir. Hún var svo aftur á ferðinni í næstu sókn þegar hún fékk sendingu til baka inn á teiginn frá Andreu Rut en setti boltann rétt fram hjá fjærstönginni. Allt þetta gerðist á fyrstu 10 mínútum leiksins en á einhvern ótrúlegan hátt var staðan enn markalaus. Leikurinn róaðist mikið eftir þetta og liðin voru ekki að spila frábæran fótbolta þar sem þónokkuð var um rangar ákvarðanir og slæmar sendingar hjá báðum liðum. Á 45. mínútu komst Þór/KA í forystu. Blikar töpuðu boltanum í uppspili og Dominique Randle kom boltanum á Huldu Ósk sem gaf boltann fyrir þar sem Karen María var mætt og skallaði boltann í netið. 1-0 í hálfleik fyrir heimakonum. Á upphafsmínútum síðari hálfleiks tvöfaldaði Þór/KA forystuna. Hulda Ósk átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn gestanna þar sem Margrét Árnadóttir var mætt í hlaupið og setti boltann yfir á fjærstöngina þar sem markamaskínan Sandra María mætti og skilaði boltanum í netið. Á 54. mínútu braut Agnes Birta á Katrínu Ásbjörnsdóttur innan vítateigs og vítaspyrna réttilega dæmd fyrir Breiðablik. Agla María steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan 2-1. Eftir markið sóttu Blikar meira en heimakonur voru þó alltaf hættulegar í að sækja hratt upp völlinn. Á 77. mínútu tók Agla María völdin í sínar hendur. Hún fékk þá boltann vinstra megin við teiginn, fór inn á hægri fótinn og smellti boltanum yfir Melissu í slánna og inn og jafnaði leikinn. Sannarlega glæsilegt mark. Blikar vildu sigur og sóttu linnulaust og fengu ótal hornspyrnur en inn vildi boltinn ekki. Það var því þungt högg þegar varamaðurinn Una Móeiður skoraði sigurmarkið fyrir Þór/KA þegar komið var fram í uppbótartíma. Jakobína Hjörvarsdóttir settu boltann langt fram og þar hrökk boltinn af hausnum á Amalíu Árnadóttur fyrir fæturna á Unu sem skoraði sigurmarkið og tryggði Þór/KA stigin þrjú. Af hverju vann Þór/KA? Liðið var óhrætt við að sækja og pressa Blikana og uppskáru að lokum þrjú mörk sem nægir oftar en ekki til að vinna fótboltaleiki þó enginn afgangur hafi verið af því í dag. Hverjar stóðu upp úr? Sandra María Jessen er bara alltaf góð og það var engin breyting á því í dag. Skoraði eitt mark og er hausinn í sóknarleik liðsins og Karen María var einnig sterk fram á við. Miðjan hjá Þór/KA var sterk og ber þar helst að nefna þær Margréti Árnadóttur og Ísfold Marý Sigtryggsdóttur. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk og bar af í liði Blika eins og oft áður. Þá var Taylor Marie Ziemer mikilvæg fyrir liðið í dag sem og Katrín Ásbjörnsdóttir sem tók mikið til sín og fiskaði víti. Hvað gekk illa? Ákvarðanataka og nákvæmni í sendingum í opnum leik var oft ekki upp á marga fiska og geta bæði lið gert betur þar. Hvað gerist næst? Þór/KA fer í Laugardalinn og mætir Þrótti sunnudaginn 17. september kl. 14:00. Á sama tíma mætast Breiðablik og Stjarnan í Kópavogi. „Eigum við ekki að horfa upp í annað sætið fyrst við eigum séns á því?“ Þróttur - Þór/KA Besta deild kvenna 2023 KSÍ. Pétur Heiðar KristjánssonVilhelm Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA, var glaður í bragði eftir dramatískan sigur gegn Breiðabliki. „Hún er nú bara stórkostleg. Þetta verður ekki mikið skemmtilegra en þetta þó maður hefði kosið að hafa þetta þægilegra og þægilegan dag á skrifstofunni eins og þetta leit út fyrir að vera þegar við komust í 2-0 en þetta gerist varla betra en þetta svona eftir á.“ Heimakonur fengu þónokkur færi strax á upphafsmínútum leiksins og voru óheppnar að skora ekki eitt til tvö mörk. „Já auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður skorar ekki en við lögðum upp leikinn svona; að stíga hátt á þær og vinna boltann þarna og komast í þessi færi. Auðvitað átti planið að vera að skora snemma en svo gerist það ekki og staðan hefði getað verið 3-0 eftir fimm mínútur en líka getað verið 3-2 eftir 10-15 mínútur, þetta var það opið í byrjun, en við skorum náttúrulega á versta tíma fyrir þær og besta tíma fyrir okkur, rétt fyrir hálfleik, þá bara fer maður sáttur inn í hálfleikinn.“ Breiðablik jafnaði í 2-2 á 77. mínútu og sóttu mikið í leit að sigurmarki. „Sá kafli var ekki góður. Ömurlegt að fá þetta mark á sig svona eftir okkar eigin mistök, 2-1 markið, svo kemur þetta draumamark hjá Öglu og auðvitað hafði maður smá áhyggjur þá að mómentið væri að snúast og þær væru að taka yfir en við lögðum upp í dag með að hafa karakter í liðinu og það yrði liðsheild og við sýndum það í lokin að við gáfumst ekki upp og við höfðum trú á þessu alveg til loka.“ „Við fórum í aðeins nýjar áherslur taktíklega og spilalega séð. Lögðum meiri kraft í pressuna hjá okkur og fórum að vinna meira í að hafa trú á verkefninu og ekki koðna niður við fyrsta mótlæti eða mistök, eins og ég segi hefðum við getað skorað fullt í byrjun og hefði verið auðvelt að bakka út og fara inn í skelina sína en við ákváðum bara að vera allan tímann og hafa gaman að þessu og njóta þess að vera spila fótbolta“, bætti Pétur við aðspurður hvernig nálgunin á þennan leik hefði verið eftir stórt tap gegn Val í síðasta leik. Þór/KA lyftir sér yfir FH í 5. sætið og á enn tölfræðilega möguleika á 2. sætinu en til þess þarf ansi margt að ganga upp. Hvert er stefnan sett? „Eigum við ekki að horfa upp í annað sætið fyrst við eigum séns á því? Annað værir bara skrítið. Fulla ferð áfram og sunnudagurinn fyrsti áfangastaður“ sagði Pétur brattur að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Tengdar fréttir „Þetta er úrslitabransi“ Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. 13. september 2023 19:48
„Þetta er úrslitabransi“ Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. 13. september 2023 19:48
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti