Opnar sig um erfiða tíma og leitar til sálfræðings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 15:30 Richarlison hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarna mánuði. Pedro Vilela/Getty Images Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison ætlar sér að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi er hann snýr aftur til Englands að landsleikjahléinu loknu. Richarlison gekk grátandi af velli er honum var skipt út af í 5-1 sigri brasilíska landsliðsins gegn Bólivíu síðastliðinn laugardag. Hann segir að ástæðan fyrir því sé að hann hafi þurft að koma ýmsum hlutum sem hafi verið að hrjá hann utan vallar út úr kerfinu. Hann hafi umkringt sig fólki sem hafi aðeins haft auga á peningum, en að hann sé á betri stað núna. „Ég er búinn að ganga í gegnum erfiða tíma utan vallar síðustu fimm mánuði,“ sagði Richarlison í samtali við brasilíska miðilinn O Globo. „En nú er meiri stöðugleiki heima og ég er búinn að losa mig við fólkið sem hafði bara áhuga á peningunum mínum.“ Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður gekk í raðir Tottenham fyrir síðasta tímabil fyrir um 60 milljónir punda. Hann hefur þó ekki fundið sig hjá Lundúnaliðinu og hefur hann aðeins skorað fjögur mörk í 40 leikjum fyrir liðið. Hann segist þó ætla að leita sér hjálpar og að hann muni koma sterkari til baka. „Það er komið gott flæði á hlutina núna og ég er viss um að ég muni eiga góða tíma hjá Tottenham næstu mánuði og ég fari að láta hlutina gerast á ný.“ „Þegar ég sný aftur til Englands ætla ég að leita mér sálfræðihjálpar frá sálfræðingi til að styrkja hugann. Það er það sem þetta snýst um, að koma sterkari til baka.“ Richarlison will seek "psychological help" when he returns to England following a tough five months off the pitch. pic.twitter.com/dn25cBb6SD— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2023 Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira
Richarlison gekk grátandi af velli er honum var skipt út af í 5-1 sigri brasilíska landsliðsins gegn Bólivíu síðastliðinn laugardag. Hann segir að ástæðan fyrir því sé að hann hafi þurft að koma ýmsum hlutum sem hafi verið að hrjá hann utan vallar út úr kerfinu. Hann hafi umkringt sig fólki sem hafi aðeins haft auga á peningum, en að hann sé á betri stað núna. „Ég er búinn að ganga í gegnum erfiða tíma utan vallar síðustu fimm mánuði,“ sagði Richarlison í samtali við brasilíska miðilinn O Globo. „En nú er meiri stöðugleiki heima og ég er búinn að losa mig við fólkið sem hafði bara áhuga á peningunum mínum.“ Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður gekk í raðir Tottenham fyrir síðasta tímabil fyrir um 60 milljónir punda. Hann hefur þó ekki fundið sig hjá Lundúnaliðinu og hefur hann aðeins skorað fjögur mörk í 40 leikjum fyrir liðið. Hann segist þó ætla að leita sér hjálpar og að hann muni koma sterkari til baka. „Það er komið gott flæði á hlutina núna og ég er viss um að ég muni eiga góða tíma hjá Tottenham næstu mánuði og ég fari að láta hlutina gerast á ný.“ „Þegar ég sný aftur til Englands ætla ég að leita mér sálfræðihjálpar frá sálfræðingi til að styrkja hugann. Það er það sem þetta snýst um, að koma sterkari til baka.“ Richarlison will seek "psychological help" when he returns to England following a tough five months off the pitch. pic.twitter.com/dn25cBb6SD— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2023
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira