Sú yngsta í hollinu er níutíu ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2023 19:34 Vinkonuhópurinn samanstendur af Valgerði Proppé 94 ára, Hrafnhildi Einarsdóttur 97 ára, Guðrúnu Andrésdóttur 90 ára og Selmu Hannesdóttur 90 ára. sigurjón ólason Fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára. Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára.
Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira