Sú yngsta í hollinu er níutíu ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2023 19:34 Vinkonuhópurinn samanstendur af Valgerði Proppé 94 ára, Hrafnhildi Einarsdóttur 97 ára, Guðrúnu Andrésdóttur 90 ára og Selmu Hannesdóttur 90 ára. sigurjón ólason Fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára. Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira
Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára.
Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira