Katrín segir krefjandi að vera í „óvenjulegri ríkisstjórn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. september 2023 20:12 Katrín sagði mikilvægt að finna lausnir í sameiningu og málamiðla í stefnuræðu sinni þetta árið. Mynd/Steinþór Rafn Matthíasson Forsætisráðherra flutti stefnuræða sína í kvöld á þingi. Hún fór yfir stóru málin í vetur og þau verkefni sem framundan eru. Hún sagði ríkisstjórnina óvenjulega en að þeim gengi vel að vinna saman. Þau myndu halda því áfram. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld það alltaf vera krefjandi verkefni að vera í ríkisstjórn „og ekki síður óvenjulegri ríkisstjórn“. „Óvenjulegri vegna þess að það er sjaldgæft að ólíkir flokkar taki sig saman um að byggja brýr á milli gagnstæðra póla með velsæld fólksins í landinu að leiðarljósi,“ sagði Katrín og að þetta ætti ekki að vera framandi því okkar daglega líf snúist að miklu leyti um þetta. Að hlusta á ólík sjónarmið, virða þau og komast að sameiginlegri niðurstöðu. „Allt frá því hvað á að vera í kvöldmatinn, hver á skjátíminn að vera, hvaða verkefnum á að forgangsraða í húsfélaginu yfir í það hvernig við aukum velsæld og náum árangri í loftslagsmálum. Öll slík verkefni byggja á því að skilgreina markmið sem eru samfélaginu til hagsbóta og finna svo leiðir að þeim – og það getur vissulega kallað á málamiðlanir um leiðina og hversu hratt markmiðum verður náð,“ sagði Katrín. Hún sagði þannig ríkisstjórnina hafa tekist á við mörg mál með þessum hætti, með góðum árangri, og að hennar mati sé það besta pólitíkin að vinna saman að sátt. Það geti falið í sér málamiðlanir. „Ég er ekki aðdáandi þeirra stjórnmálamanna sem telja sér til tekna að semja aldrei, líta á hverja sátt sem uppgjöf og telja deilur sér til tekna fremur en sátt og samvinnu. Það er nefnilega fleira sem sameinar okkur hér í þessu landi en sundrar,“ sagði Katrín og að með því væri ekki sagt að deilumál eigi að víkja til hliðar og lognmollan ein að ríkja. „Þar með er ekki sagt að pólitísk deilumál eigi að víkja til hliðar og lognmollan ein að ríkja. En það er sitt hvað pólitík sem annars vegar byggir á skautun, virðingarleysi fyrir pólitískum andstæðingum og popúlisma og hins vegar þeirri pólitík sem tekst á við þá staðreynd að fólkið í þessu landi hefur ólíkar skoðanir og reynir að leiða fram skynsamlega niðurstöðu mála sem megin þorri þjóðarinnar getur fellt sig við,“ sagði Katrín. Hún fór um víðan völl í ræðu sinni en byrjaði hana á því að ræða efnahagsmál og kjarasamninga sem verða eflaust hitamál þennan veturinn. Hún fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðustu ár og þær sem eru á döfinni. Hún sagði skipta miklu máli að aðilar vinnumarkaðarins fái ráðrúm til að ná saman um farsæla kjarasamninga og að stjórnvöld muni greiða fyrir þeim eins og hægt er. Miklu máli skipti að áætlanir þeirra í húsnæðismálum gangi eftir og þátttaka sveitarfélaga í því verkefni. „Öruggt húsnæði er lykill að lífsgæðum og því eitt forgangsmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín og færði sig svo í málefni barnafjölskyldna. Mikilvægt að draga úr fátækt Hún sagði úttekt á stöðu ungbarnafjölskyldna standa yfir og að niðurstöðurnar verði nýttar til að bæta kjör þeirra. Þá sagði hún unnið að aðgerðaáætlun til að draga úr fátækt á Íslandi. „Í forsætisráðuneytinu vinnum við nú að aðgerðaáætlun til að draga úr fátækt í kjölfar skýrslu sem ég lét vinna að beiðni Alþingis. Þar kom fram að dregið hefur úr fátækt undanfarna tvo áratugi og staðan á Íslandi er með því besta sem þekkist. Það er gott að okkur hefur miðað áfram og það gefur okkur trú á verkefnin. En meðaltöl og langtímaþróun leysa ekki neyð þeirra sem ennþá eiga vart til hnífs og skeiðar þegar líða tekur á mánuðinn,“ sagði Katrín og að verst standi einstæðir foreldrar, örorkulífeyrisþegar og innflytjendur verst. Katrín sagði einnig von á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftlagsmálum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um áramót þar sem „munu birtast endurskoðaðar og nýjar aðgerðir til að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum.“ Arðurinn eigi að renna til þjóðarinnar Hún sagði mikilvægt að samhliða nýju frumvarpi umhverfisráðherra um vindorku verði það tryggt að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Hvað varðar sjávarútveg sagði Katrín tvennt markverk í þeirri vinnu sem hefur farið fram um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og það sé annars vegar að meginreglur umhverfisréttar, til dæmis hvað varðar vistkerfa- og varúðarnálgun, verði innleiddar í fiskveiðistjórnunarkerfið og hitt, að viðmið um heildaraflahlutdeild og tengda aðila verði einfölduð og skýrð og gagnsæi í eignarhaldi og rekstri sjávarútvegfyrirtækja aukið, meðal annars með skráningu viðskipta með aflaheimildir í opinbera gagnagrunna. Katrín tilkynnti um frumvarp um nýja Mannréttindastofnun á næsta þingári í stefnuræðu sinni. Mynd/Steinþór Rafn Matthíasson Að því loknu fjallaði um nýjan Landspítala, aukið fjármagn til heilbrigðismála og um íslenska tungu og sérstaka ráðherranefnd sem tók til starfa fyrir tæpu ári. „Við höfum skyldum að gegna til að varðveita íslenska tungu og gera öðrum kleift að njóta hennar, ekki bara gagnvart okkur sjálfum heldur heiminum öllum sem yrði fátækari ef ein þjóðtungan enn hyrfi af sviðinu,“ sagði Katrín ákveðin í þingsal í kvöld. Skylda að tryggja mannréttindi Að því loknu sneri Katrín sér að heiminum utan Íslands og þeirri neyð sem víða ríkir vegna átaka og loftslagsváinnar. Hún sagði átökin í heiminum oftar en ekki snúast um grundvallarmannréttindi fólks sem „við héldum að við hefðum þegar barist fyrir“. Í því samhengi nefndi hún réttindi hinsegin fólks og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Hún sagði mikilvægt að Ísland héldi áfram að berjast fyrir bættum réttindum. Katrín lauk svo ræðu sinni á því að segja verkefni ríkisstjórnarinnar skýr. Það sé meginmarkmið að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hún sagði þau á réttri leið en að það verði að tryggja að batinn skili sér í íslenskt samfélag, efnahagslíf og hvert einasta heimili. „Það er verkefni okkar og frá því munum við ekki hvika.“ Umræður um stefnuræðu ráðherra standa enn yfir á vef Alþingis og munu gera það langt fram á kvöld. Hægt er að horfa í beinni útsendingu á vef Vísis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Hlustaðu á stefnuræðu forsætisráðherra Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 19:40 í kvöld. Að stefnuræðunni lokinni munu þingmenn frá hinum flokkunum halda sínar ræður. 13. september 2023 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld það alltaf vera krefjandi verkefni að vera í ríkisstjórn „og ekki síður óvenjulegri ríkisstjórn“. „Óvenjulegri vegna þess að það er sjaldgæft að ólíkir flokkar taki sig saman um að byggja brýr á milli gagnstæðra póla með velsæld fólksins í landinu að leiðarljósi,“ sagði Katrín og að þetta ætti ekki að vera framandi því okkar daglega líf snúist að miklu leyti um þetta. Að hlusta á ólík sjónarmið, virða þau og komast að sameiginlegri niðurstöðu. „Allt frá því hvað á að vera í kvöldmatinn, hver á skjátíminn að vera, hvaða verkefnum á að forgangsraða í húsfélaginu yfir í það hvernig við aukum velsæld og náum árangri í loftslagsmálum. Öll slík verkefni byggja á því að skilgreina markmið sem eru samfélaginu til hagsbóta og finna svo leiðir að þeim – og það getur vissulega kallað á málamiðlanir um leiðina og hversu hratt markmiðum verður náð,“ sagði Katrín. Hún sagði þannig ríkisstjórnina hafa tekist á við mörg mál með þessum hætti, með góðum árangri, og að hennar mati sé það besta pólitíkin að vinna saman að sátt. Það geti falið í sér málamiðlanir. „Ég er ekki aðdáandi þeirra stjórnmálamanna sem telja sér til tekna að semja aldrei, líta á hverja sátt sem uppgjöf og telja deilur sér til tekna fremur en sátt og samvinnu. Það er nefnilega fleira sem sameinar okkur hér í þessu landi en sundrar,“ sagði Katrín og að með því væri ekki sagt að deilumál eigi að víkja til hliðar og lognmollan ein að ríkja. „Þar með er ekki sagt að pólitísk deilumál eigi að víkja til hliðar og lognmollan ein að ríkja. En það er sitt hvað pólitík sem annars vegar byggir á skautun, virðingarleysi fyrir pólitískum andstæðingum og popúlisma og hins vegar þeirri pólitík sem tekst á við þá staðreynd að fólkið í þessu landi hefur ólíkar skoðanir og reynir að leiða fram skynsamlega niðurstöðu mála sem megin þorri þjóðarinnar getur fellt sig við,“ sagði Katrín. Hún fór um víðan völl í ræðu sinni en byrjaði hana á því að ræða efnahagsmál og kjarasamninga sem verða eflaust hitamál þennan veturinn. Hún fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðustu ár og þær sem eru á döfinni. Hún sagði skipta miklu máli að aðilar vinnumarkaðarins fái ráðrúm til að ná saman um farsæla kjarasamninga og að stjórnvöld muni greiða fyrir þeim eins og hægt er. Miklu máli skipti að áætlanir þeirra í húsnæðismálum gangi eftir og þátttaka sveitarfélaga í því verkefni. „Öruggt húsnæði er lykill að lífsgæðum og því eitt forgangsmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín og færði sig svo í málefni barnafjölskyldna. Mikilvægt að draga úr fátækt Hún sagði úttekt á stöðu ungbarnafjölskyldna standa yfir og að niðurstöðurnar verði nýttar til að bæta kjör þeirra. Þá sagði hún unnið að aðgerðaáætlun til að draga úr fátækt á Íslandi. „Í forsætisráðuneytinu vinnum við nú að aðgerðaáætlun til að draga úr fátækt í kjölfar skýrslu sem ég lét vinna að beiðni Alþingis. Þar kom fram að dregið hefur úr fátækt undanfarna tvo áratugi og staðan á Íslandi er með því besta sem þekkist. Það er gott að okkur hefur miðað áfram og það gefur okkur trú á verkefnin. En meðaltöl og langtímaþróun leysa ekki neyð þeirra sem ennþá eiga vart til hnífs og skeiðar þegar líða tekur á mánuðinn,“ sagði Katrín og að verst standi einstæðir foreldrar, örorkulífeyrisþegar og innflytjendur verst. Katrín sagði einnig von á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftlagsmálum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um áramót þar sem „munu birtast endurskoðaðar og nýjar aðgerðir til að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum.“ Arðurinn eigi að renna til þjóðarinnar Hún sagði mikilvægt að samhliða nýju frumvarpi umhverfisráðherra um vindorku verði það tryggt að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Hvað varðar sjávarútveg sagði Katrín tvennt markverk í þeirri vinnu sem hefur farið fram um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og það sé annars vegar að meginreglur umhverfisréttar, til dæmis hvað varðar vistkerfa- og varúðarnálgun, verði innleiddar í fiskveiðistjórnunarkerfið og hitt, að viðmið um heildaraflahlutdeild og tengda aðila verði einfölduð og skýrð og gagnsæi í eignarhaldi og rekstri sjávarútvegfyrirtækja aukið, meðal annars með skráningu viðskipta með aflaheimildir í opinbera gagnagrunna. Katrín tilkynnti um frumvarp um nýja Mannréttindastofnun á næsta þingári í stefnuræðu sinni. Mynd/Steinþór Rafn Matthíasson Að því loknu fjallaði um nýjan Landspítala, aukið fjármagn til heilbrigðismála og um íslenska tungu og sérstaka ráðherranefnd sem tók til starfa fyrir tæpu ári. „Við höfum skyldum að gegna til að varðveita íslenska tungu og gera öðrum kleift að njóta hennar, ekki bara gagnvart okkur sjálfum heldur heiminum öllum sem yrði fátækari ef ein þjóðtungan enn hyrfi af sviðinu,“ sagði Katrín ákveðin í þingsal í kvöld. Skylda að tryggja mannréttindi Að því loknu sneri Katrín sér að heiminum utan Íslands og þeirri neyð sem víða ríkir vegna átaka og loftslagsváinnar. Hún sagði átökin í heiminum oftar en ekki snúast um grundvallarmannréttindi fólks sem „við héldum að við hefðum þegar barist fyrir“. Í því samhengi nefndi hún réttindi hinsegin fólks og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Hún sagði mikilvægt að Ísland héldi áfram að berjast fyrir bættum réttindum. Katrín lauk svo ræðu sinni á því að segja verkefni ríkisstjórnarinnar skýr. Það sé meginmarkmið að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hún sagði þau á réttri leið en að það verði að tryggja að batinn skili sér í íslenskt samfélag, efnahagslíf og hvert einasta heimili. „Það er verkefni okkar og frá því munum við ekki hvika.“ Umræður um stefnuræðu ráðherra standa enn yfir á vef Alþingis og munu gera það langt fram á kvöld. Hægt er að horfa í beinni útsendingu á vef Vísis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Hlustaðu á stefnuræðu forsætisráðherra Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 19:40 í kvöld. Að stefnuræðunni lokinni munu þingmenn frá hinum flokkunum halda sínar ræður. 13. september 2023 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bein útsending: Hlustaðu á stefnuræðu forsætisráðherra Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 19:40 í kvöld. Að stefnuræðunni lokinni munu þingmenn frá hinum flokkunum halda sínar ræður. 13. september 2023 19:00