Skoðun nemanda á umræðunni um farsímabann Daníel Þröstur Pálsson skrifar 14. september 2023 07:30 Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun