Réttlát umskipti fyrir öll, ekki bara þau efnameiri Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. september 2023 17:01 Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun