„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2023 10:31 Brynjar Níelsson ræddi rafskútur í Íslandi í dag í gær. Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti
Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
„Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41
Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18
Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32