„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2023 10:31 Brynjar Níelsson ræddi rafskútur í Íslandi í dag í gær. Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti
Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
„Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41
Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18
Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32