Hinn fjórtán ára Abdul Rahim Awhida var í treyju Real Madrid þegar hann sagði frá hræðilegri reynslu sinni í sjónvarpsviðtali við Al Arabiya. Það vakti mikla athygli enda afar áhrifaríkt. Í viðtalinu sagðist Awhida vilja uppfylla draum föður síns, klára námið sitt og verða annað hvort læknir eða kennari.
| ÚLTIMA HORA: El Real Madrid apadrina al niño que perdió a toda su familia en Marruecos tras el terremoto: "Lloró al enterarse".
— Alerta Mundial (@AlertaMundial2) September 14, 2023
Abdul Rahim Awhida se muda a España para incorporarse a la cantera del Real Madrid.
Lo único que le acompañaba era su camiseta del Real pic.twitter.com/jpIJhEaoR5
Foreldrar Awhidas, tveir bræður og afi hans voru meðal þeirra tæplega þrjú þúsund sem létust í jarðskjálftanum í Marokkó á föstudaginn. Hann var 6,8 að stærð.
Eftir að hafa séð viðtalið höfðu forráðamenn Real Madrid samband við Al Arabiya og komust þannig í samband við Awhida. Real Madrid ætlar að taka Awhida inn í unglingaakademíu félagsins til að spila fótbolta og klára námið.
„Ég þakka guði. Þetta gerði mig svo glaðan,“ sagði Awhida í sjónvarpsviðtali eftir að Real Madrid hafði samband við hann.
Awhida flyst nú búferlum til Madrídar þar sem hann mun hefja nýtt líf með hjálp Real Madrid.