„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 19:01 Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari. Vísir/Arnar Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira