„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 21:01 Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa búsetuúrræði líkt og hjólhýsi. Vísir/Arnar Halldórsson Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér. Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér.
Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira