„Verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 12:01 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen, framherji Víkings, verður í eldlínunni er liðið freistar þess að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð í dag. Víkingur og KA eigast við á Laugardalsvelli í úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00. „Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti