„Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 19:00 Arnar Gunnlaugsson með bikarinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann KA 3-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hefur unnið bikarinn fjögur skipti í röð og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ánægður með afrekið. „Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
„Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira