Hlaupið tók 38 klukkustundir og var í beinni útsendingu sem og beinni textalýsingu hér á Vísi. Hlaupið fór fram í Heiðmörk en þetta var í 4. sinn sem hlaupið fer fram. Alls tóku 250 manns þátt að þessu sinni.
Elísa Kristinsdóttir var í 2. sæti en hún hljóp 37 hringi. Flóki Halldórsson bældi í brons en hann hljóp 36 hringi. Þau þrjú voru ein eftir frá 31. hring hlaupsins.
Fyrirkomulagið var með sama móti og síðustu ár, keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til þess að klára hann.
Alltaf er lagt af stað í næsta hring á heila tímanum og gefst því meiri hvíld eftir því hversu snöggur hver hlaupari er með hringinn. Hlaupinu lýkur þegar það er aðeins einn hlaupari eftir.