Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:30 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að viðbrögð við hvarfi Íslendinga erlendis vera mismundandi eftir eðli hvers máls. Vísir/Vilhelm Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl. Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl.
Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira