Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:30 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að viðbrögð við hvarfi Íslendinga erlendis vera mismundandi eftir eðli hvers máls. Vísir/Vilhelm Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl. Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl.
Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira