„Það er ómannlegt að hlaupa svona langt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 08:00 Maðurinn á bakvið tjöldin, Garpur Elísabetarson. Stöð 2 „Næstum því óboðlegar aðstæður. Eins vont og veðrið var á laugardaginn var það fallegt á sunnudaginn og bætti þetta næstum því upp,“ sagði Garpur Elísabetarson um Bakgarðs Náttúruhlaupið sem fram fór um helgina. Hann minnti á að hlaupið er fyrir alla en alls tóku 250 manns þátt að þessu sinni. Líkt og var Garpur allt í öllu þegar kom að því að miðla því sem fram fór í Heiðmörk á laugardaginn var. Þetta var í annað sinn sem mótið fór fram í Heiðmörk en þar áður hafði það tvívegis farið fram í Öskjuhlíðinni. „Veðrið var rosalega harkalegt á laugardaginn en það er líka hluti af þessu að vera hlaupa á Íslandi og gerir þetta að mörgu leyti mjög skemmtilegt,“ bætti Garpur við en hann fór yfir mótið á mánudag eftir að hafa fengið að hvíla sig en mótið stóð yfir í 38 klukkustundir. „Það sem gerir þetta hlaup svo magnað er að þetta er hlaup fyrir alla og ósjálfrátt sogast maður að því sem kalla má elítuhópinn, þeim sem enda í þessum fáránlegu vegalengdum. En maður gleymir oft að tala um þá sem eru að hlaupa lengstu hlaupin sín, sem geta verið 20, 30 eða 40 kílómetrar en skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa 100 kílómetra.“ „Þegar byrjar að síga á seinni hlutann verður maður spenntari, gleymir hvað maður er þreyttur og hverjar 40 mínútur byrja að líða ofboðslega hratt. Mér fannst óvenju margir komnir langt í lokin, voru sex og maður hugsaði hvar í ósköpunum endar þetta.“ „Þegar maður horfði á Marlenu koma í mark þá leið manni eins og hún gæti haldið áfram í 10 hringi í viðbót,“ sagði Garpur um sigurvegarann Marlenu Radziszewska sem hljóp rúma 250 kílómetra í hlaupinu. Klippa: Garpur: Skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa hundrað kílómetra Bakgarðshlaup hafa fjórum sinnum verið haldin hér á landi. Hefur Garpur tekið eftir þróun milli ára? „Þorleifur vinnur mótið 2020 á 25 hringum finnst mér segja rosa margt. Núna erum við að vinna þetta á 38 hringjum og ég veit ekki hversu margir fóru 25 hringi núna. Orðið eiginlega galið hvað margir eru að hlaupa langt.“ „Skemmtilegt að fylgjast með því. Þetta hefur þróast ofboðslega hratt og við erum komin með mikið af sterkum hlaupurum. Mikið af hlaupurum sem geta ofboðslega margt og geta hlaupið langt. Það er ótrúlega magnað.“ Hvað trekkir svona að? „Það er svo margt í þessu, það er þetta mannlega. Í venjulegum hlaupum ertu að hlaupa frá A til B. Færð ekki svona mikla innsýn inn í hlaupið. Hér færðu að fylgjast með á hverjum klukkutíma, færð svo mikið aðgengi að hlauparanum.“ „Svo er að sjálfsögðu verið að hlaupa svo langt. Það er ómannlegt að hlaupa svona langt, fáir í heiminum sem geta hlaupið svona langt. Aðgengi að hlauparanum er svo mikið, held að það sé aðdráttaraflið að þessu hlaupi.“ „Mér finnst mjög skemmtilegt að á hverjum klukkutíma færðu að vita hvað er að gerast og held að það verði bara meira og meira þegar við sjáum fleiri fara í hlaupið og fleiri hlaupa svona langt. Held það sé helst það, að fylgjast með þessari bugun,“ sagði Garpur að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. 15. september 2023 19:01 Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. 17. september 2023 11:10 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Líkt og var Garpur allt í öllu þegar kom að því að miðla því sem fram fór í Heiðmörk á laugardaginn var. Þetta var í annað sinn sem mótið fór fram í Heiðmörk en þar áður hafði það tvívegis farið fram í Öskjuhlíðinni. „Veðrið var rosalega harkalegt á laugardaginn en það er líka hluti af þessu að vera hlaupa á Íslandi og gerir þetta að mörgu leyti mjög skemmtilegt,“ bætti Garpur við en hann fór yfir mótið á mánudag eftir að hafa fengið að hvíla sig en mótið stóð yfir í 38 klukkustundir. „Það sem gerir þetta hlaup svo magnað er að þetta er hlaup fyrir alla og ósjálfrátt sogast maður að því sem kalla má elítuhópinn, þeim sem enda í þessum fáránlegu vegalengdum. En maður gleymir oft að tala um þá sem eru að hlaupa lengstu hlaupin sín, sem geta verið 20, 30 eða 40 kílómetrar en skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa 100 kílómetra.“ „Þegar byrjar að síga á seinni hlutann verður maður spenntari, gleymir hvað maður er þreyttur og hverjar 40 mínútur byrja að líða ofboðslega hratt. Mér fannst óvenju margir komnir langt í lokin, voru sex og maður hugsaði hvar í ósköpunum endar þetta.“ „Þegar maður horfði á Marlenu koma í mark þá leið manni eins og hún gæti haldið áfram í 10 hringi í viðbót,“ sagði Garpur um sigurvegarann Marlenu Radziszewska sem hljóp rúma 250 kílómetra í hlaupinu. Klippa: Garpur: Skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa hundrað kílómetra Bakgarðshlaup hafa fjórum sinnum verið haldin hér á landi. Hefur Garpur tekið eftir þróun milli ára? „Þorleifur vinnur mótið 2020 á 25 hringum finnst mér segja rosa margt. Núna erum við að vinna þetta á 38 hringjum og ég veit ekki hversu margir fóru 25 hringi núna. Orðið eiginlega galið hvað margir eru að hlaupa langt.“ „Skemmtilegt að fylgjast með því. Þetta hefur þróast ofboðslega hratt og við erum komin með mikið af sterkum hlaupurum. Mikið af hlaupurum sem geta ofboðslega margt og geta hlaupið langt. Það er ótrúlega magnað.“ Hvað trekkir svona að? „Það er svo margt í þessu, það er þetta mannlega. Í venjulegum hlaupum ertu að hlaupa frá A til B. Færð ekki svona mikla innsýn inn í hlaupið. Hér færðu að fylgjast með á hverjum klukkutíma, færð svo mikið aðgengi að hlauparanum.“ „Svo er að sjálfsögðu verið að hlaupa svo langt. Það er ómannlegt að hlaupa svona langt, fáir í heiminum sem geta hlaupið svona langt. Aðgengi að hlauparanum er svo mikið, held að það sé aðdráttaraflið að þessu hlaupi.“ „Mér finnst mjög skemmtilegt að á hverjum klukkutíma færðu að vita hvað er að gerast og held að það verði bara meira og meira þegar við sjáum fleiri fara í hlaupið og fleiri hlaupa svona langt. Held það sé helst það, að fylgjast með þessari bugun,“ sagði Garpur að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. 15. september 2023 19:01 Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. 17. september 2023 11:10 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. 15. september 2023 19:01
Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. 17. september 2023 11:10