Markvörðurinn bjargaði stigi í blálokin og draumurinn lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 09:30 Markinu fagnað. Öster Íslendingalið Öster í sænsku B-deildinni í fótbolta náði í stig gegn Västerås SK á heimavelli í gærkvöld þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að markvörður Öster skoraði jöfnunarmark í 96. mínútu leiksins. Fyrir leikinn sátu liðin í 2. og 3. sæti, Västerås með 44 stig og Öster með 39. Utsikten BK trónir hins vegar á toppnum með 46 stig en efstu tvö liðin fara upp í sænsku úrvalsdeildina á meðan 3. sætið fer í umspil við lið úr þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Það fór um heimamenn í Öster þegar gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik. Ekki skánaði það þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik. Sem betur fer fyrir Srdjan Tufegdzic – betur þekktur sem Túfa – og hans menn í Öster þá minnkaði Niklas Söderberg muninn nærri samstundis. Í kjölfarið gerði Öster hvað það gat til að jafna. Alex Þór Hauksson og Þorri Már Þórisson komu báðir inn af bekknum. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Herman Magnusson sitt annað gula spjald í liði gestanna og heimamenn manni fleiri það sem lifði leiks. Það nýttu þeir sér en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Öster hornspyrnu. Vladimir Rodić tók spyrnuna og markvörðurinn Miloje Preković - sem hafði skokkað yfir endilangan völlinn - stangaði boltann í netið. Östers målvakt Miloje Prekovi kvitterar för Östers IF i den 97:e minuten!!!! pic.twitter.com/e1x7C4PvNW— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2023 Lokatölur 2-2 og Öster heldur í vonina um að enda í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Västerås með 45 stig og Öster 40 þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Fyrir leikinn sátu liðin í 2. og 3. sæti, Västerås með 44 stig og Öster með 39. Utsikten BK trónir hins vegar á toppnum með 46 stig en efstu tvö liðin fara upp í sænsku úrvalsdeildina á meðan 3. sætið fer í umspil við lið úr þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Það fór um heimamenn í Öster þegar gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik. Ekki skánaði það þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik. Sem betur fer fyrir Srdjan Tufegdzic – betur þekktur sem Túfa – og hans menn í Öster þá minnkaði Niklas Söderberg muninn nærri samstundis. Í kjölfarið gerði Öster hvað það gat til að jafna. Alex Þór Hauksson og Þorri Már Þórisson komu báðir inn af bekknum. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Herman Magnusson sitt annað gula spjald í liði gestanna og heimamenn manni fleiri það sem lifði leiks. Það nýttu þeir sér en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Öster hornspyrnu. Vladimir Rodić tók spyrnuna og markvörðurinn Miloje Preković - sem hafði skokkað yfir endilangan völlinn - stangaði boltann í netið. Östers målvakt Miloje Prekovi kvitterar för Östers IF i den 97:e minuten!!!! pic.twitter.com/e1x7C4PvNW— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2023 Lokatölur 2-2 og Öster heldur í vonina um að enda í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Västerås með 45 stig og Öster 40 þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira