Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 09:01 Spænsku landsliðskonurnar hafa varla fengið að njóta þess að vera ríkjandi heimsmeistarar. Julieta Ferrario/Getty Images Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. Upphaflega frestað spænska knattspyrnusambandið að tilkynna hópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Alls hafa 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfest að þær séu í verkfalli eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Jenni Hermoso has not been included in Spain's first squad since winning the Women's World Cup.Fifteen members of that triumphant team have been named.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2023 Fimmtán þeirra voru valdar í komandi verkefni gegn Svíþjóð og Sviss. Þær ítreka að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar og leikmönnum líður að þær séu á öruggum stað þegar þær eru með landsliðinu. Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims, var meðal þeirra 15 sem eru í verkfalli en voru samt sem áður boðaðar í komandi verkefni. pic.twitter.com/PQbtX8aZWe— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 18, 2023 Landsliðskonurnar hafa því þurft að ítreka að þær séu í verkfalli sem og að þeim þyki leitt að þær hafi verið settar í stöðu sem þær vildu aldrei vera í. Þá staðfestu þær að skoðaður verði lagalegar flækjur þess að vera boðaðar í verkefni eftir að hafa tekið skýrt fram að viðkomandi gæfi ekki kost á sér. Upprunalega átti Montse Tome, núverandi landsliðsþjálfari Spánar, að tilkynna hóp sinn á föstudag en vegna verkfallsins var því frestað til mánudags. Tome tók við af Jorge Vilda sem var látinn fara fyrr í þessum mánuði. Tome starfaði lengi vel aðstoðarkona Vilda og er fyrsta konan til að vera aðalþjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hennar fyrsta verkefni er verðugt en sem stendur nær Spánn varla í lið vegna verkfallsins og það styttist í leikinn gegn Svíþjóð sem fram fer í Gautaborg á föstudaginn kemur. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Upphaflega frestað spænska knattspyrnusambandið að tilkynna hópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Alls hafa 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfest að þær séu í verkfalli eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Jenni Hermoso has not been included in Spain's first squad since winning the Women's World Cup.Fifteen members of that triumphant team have been named.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2023 Fimmtán þeirra voru valdar í komandi verkefni gegn Svíþjóð og Sviss. Þær ítreka að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar og leikmönnum líður að þær séu á öruggum stað þegar þær eru með landsliðinu. Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims, var meðal þeirra 15 sem eru í verkfalli en voru samt sem áður boðaðar í komandi verkefni. pic.twitter.com/PQbtX8aZWe— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 18, 2023 Landsliðskonurnar hafa því þurft að ítreka að þær séu í verkfalli sem og að þeim þyki leitt að þær hafi verið settar í stöðu sem þær vildu aldrei vera í. Þá staðfestu þær að skoðaður verði lagalegar flækjur þess að vera boðaðar í verkefni eftir að hafa tekið skýrt fram að viðkomandi gæfi ekki kost á sér. Upprunalega átti Montse Tome, núverandi landsliðsþjálfari Spánar, að tilkynna hóp sinn á föstudag en vegna verkfallsins var því frestað til mánudags. Tome tók við af Jorge Vilda sem var látinn fara fyrr í þessum mánuði. Tome starfaði lengi vel aðstoðarkona Vilda og er fyrsta konan til að vera aðalþjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hennar fyrsta verkefni er verðugt en sem stendur nær Spánn varla í lið vegna verkfallsins og það styttist í leikinn gegn Svíþjóð sem fram fer í Gautaborg á föstudaginn kemur.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira