Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. september 2023 14:00 Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Hafnarmál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun