Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. september 2023 14:00 Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Hafnarmál Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun