Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um vatnavextina fyrir austan og óveðrið sem gekk yfir á Siglufirði í nótt.

Stórtjón varð í bænum þegar þak rifnaði af húsi í miklu óveðri í gærkvöldi og fauk á nærliggjandi hús. Íbúi í húsinu komst út af sjálfsdáðum.

Á Seyðisfirði er hættuástand enn í gildi vegna skriðuhættu en miklar rigningar hafa verið þar og eru enn. Engar fregnir hafa þó borist af skriðuföllum.

Einnig verður rætt við lækni hjá  SÁÁ sem segir að áfengisneysla hér á landi hafi tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi og sé enn að aukast. 

Að endingu heyrum við í forsætisráðherra sem er stödd á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hefst í New York í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×