Kvóti frá Reykjanesbæ til Ólafsvíkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2023 14:23 Steinunn SH-167. Steinunn Útgerðarfélagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum umsvifum sínum í Ólafsvík með kaupum á fiskveiðiheimildum sem nema ríflega hundrað þorskígildistonnum af Saltveri ehf. í Reykjanesbæ fyrir um 300 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðarfélaginu. Þar segir að kvótanum verði bætt við veiðiheimildir vertíðarbátsins Steinunnar SH-167. Segir ennfremur að með þeim aukist umsvif útgerðarinnar til muna ásamt verkefnum nálægrar landvinnslu. Kaupin eru gerð í framhaldi af sölu á sextíu prósenta hlut í Steinunni til FISK Seafood fyrir tveimur árum með það að leiðarljósi að efla enn frekar útgerðina á heimaslóðum. Markmið og fyrirheit að raungerast Fram kemur í tilkynningunni að þeir bræður, Brynjar og Ægir Kristmundssynir eigi ásamt fjölskyldum sínum hvor sinn 20 prósenta hlut í Steinunni hf. og segist Brynjar sannfærður um að þessi viðbót verði farsæl fyrir heimabyggðina. „Tilgangurinn með sölunni og samstarfinu við FISK Seafood var frá upphafi að styrkja og stækka starfsemina hér í Ólafsvík. Nú eru fyrirheitin og markmiðin að raungerast og því ber að fagna. Útgerð Steinunnar hefur verið með ágætum síðustu árin, veiðarnar hafa gengið vel og fiskverð verið gott. Ég er sannfærður um að þessi fjárfesting verði enn frekari lyftistöng á komandi árum.“ „Þetta eru ákaflega ánægjuleg tíðindi,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar í tilkynningunni. „Íbúar í Ólafsvík og nágrenni hafa alla tíð verið stoltir af þessu rótgróna fjölskyldufyrirtæki enda umgjörðin um reksturinn ávallt verið sannkölluð bæjarprýði. Það er greinilegt að með tengslunum við FISK Seafood verður engin breyting þar á og því ber að fagna.“ Sjávarútvegur Snæfellsbær Reykjanesbær Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðarfélaginu. Þar segir að kvótanum verði bætt við veiðiheimildir vertíðarbátsins Steinunnar SH-167. Segir ennfremur að með þeim aukist umsvif útgerðarinnar til muna ásamt verkefnum nálægrar landvinnslu. Kaupin eru gerð í framhaldi af sölu á sextíu prósenta hlut í Steinunni til FISK Seafood fyrir tveimur árum með það að leiðarljósi að efla enn frekar útgerðina á heimaslóðum. Markmið og fyrirheit að raungerast Fram kemur í tilkynningunni að þeir bræður, Brynjar og Ægir Kristmundssynir eigi ásamt fjölskyldum sínum hvor sinn 20 prósenta hlut í Steinunni hf. og segist Brynjar sannfærður um að þessi viðbót verði farsæl fyrir heimabyggðina. „Tilgangurinn með sölunni og samstarfinu við FISK Seafood var frá upphafi að styrkja og stækka starfsemina hér í Ólafsvík. Nú eru fyrirheitin og markmiðin að raungerast og því ber að fagna. Útgerð Steinunnar hefur verið með ágætum síðustu árin, veiðarnar hafa gengið vel og fiskverð verið gott. Ég er sannfærður um að þessi fjárfesting verði enn frekari lyftistöng á komandi árum.“ „Þetta eru ákaflega ánægjuleg tíðindi,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar í tilkynningunni. „Íbúar í Ólafsvík og nágrenni hafa alla tíð verið stoltir af þessu rótgróna fjölskyldufyrirtæki enda umgjörðin um reksturinn ávallt verið sannkölluð bæjarprýði. Það er greinilegt að með tengslunum við FISK Seafood verður engin breyting þar á og því ber að fagna.“
Sjávarútvegur Snæfellsbær Reykjanesbær Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira