Vindmyllur á Íslandi Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 20. september 2023 07:01 Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar