Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. september 2023 23:00 Lára G. Sigurðardóttir er læknir hjá SÁÁ hún segir áfengisnetverslanir mikið áhyggjuefni. Vísir/Sigurjón Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum. Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu var meðal þess sem var rætt á norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu í dag. Í opnunarávarpi sínu sagði heilbrigðisráðherra aukna áfengisneyslu mikið áhyggjuefni. Rætt var um aukna neyslu áfengis síðustu fjörutíu ár. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að neysla meðal fimmtán ára og eldri hefði nánast tvöfaldast á tímabilinu. „Gögnin um aukinn aðgang eru skýr og óumdeilanleg. Greiðari aðgangur leiðir til aukinnar notkunar. Þetta er staðreynd og þetta er staðreynd sem við verðum að viðurkenna og horfast í augu við og við megum aldrei líta fram hjá henni í forvarnarbaráttunni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í dag. Læknir hjá SÁÁ tekur undir orð ráðherra og segir mikla aukningu í dagdrykkju sérstaklega varhugaverða. Í kringum 1990 hafi um sautján prósent skjólstæðinga sem lögðust inn á Vog með áfengisvanda neytt áfengis daglega. „Núna þegar við skoðun síðasta ár þá hefur í raun neyslan verið komin upp í 66 prósent þannig að neyslan á þessu tímabili hefur meira en þrefaldast. Við erum að sjá líka það að neyslan er jafnvel yfir 70 prósent þeir sem neyta áfengis daglega þeir sem eru 50 ára og eldri. Þannig sérstaklega í eldri aldurshópunum þar sem dagneysla er orðin gríðarlega algeng,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá SÁÁ. Mestu áhyggjurnar séu pressan frá þinginu og nokkrum þingmönnum um að gera áfengissölu frjálsa. „Það er það sem allir sérfræðingarnir hér í dag hafa verið að vara okkur við,“ segir Lára en netsala áfengis hefur aukist gríðarlega síðustu misseri og þar með stóraukið aðgengi fólks. „Ríkiseinokun er í raun það form af sölufyrirkomulagi sem hefur mesta forvarnargildið fyrir þjóðir og við höfum gert vel hingað til,“ segir Lára. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu var meðal þess sem var rætt á norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu í dag. Í opnunarávarpi sínu sagði heilbrigðisráðherra aukna áfengisneyslu mikið áhyggjuefni. Rætt var um aukna neyslu áfengis síðustu fjörutíu ár. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að neysla meðal fimmtán ára og eldri hefði nánast tvöfaldast á tímabilinu. „Gögnin um aukinn aðgang eru skýr og óumdeilanleg. Greiðari aðgangur leiðir til aukinnar notkunar. Þetta er staðreynd og þetta er staðreynd sem við verðum að viðurkenna og horfast í augu við og við megum aldrei líta fram hjá henni í forvarnarbaráttunni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í dag. Læknir hjá SÁÁ tekur undir orð ráðherra og segir mikla aukningu í dagdrykkju sérstaklega varhugaverða. Í kringum 1990 hafi um sautján prósent skjólstæðinga sem lögðust inn á Vog með áfengisvanda neytt áfengis daglega. „Núna þegar við skoðun síðasta ár þá hefur í raun neyslan verið komin upp í 66 prósent þannig að neyslan á þessu tímabili hefur meira en þrefaldast. Við erum að sjá líka það að neyslan er jafnvel yfir 70 prósent þeir sem neyta áfengis daglega þeir sem eru 50 ára og eldri. Þannig sérstaklega í eldri aldurshópunum þar sem dagneysla er orðin gríðarlega algeng,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá SÁÁ. Mestu áhyggjurnar séu pressan frá þinginu og nokkrum þingmönnum um að gera áfengissölu frjálsa. „Það er það sem allir sérfræðingarnir hér í dag hafa verið að vara okkur við,“ segir Lára en netsala áfengis hefur aukist gríðarlega síðustu misseri og þar með stóraukið aðgengi fólks. „Ríkiseinokun er í raun það form af sölufyrirkomulagi sem hefur mesta forvarnargildið fyrir þjóðir og við höfum gert vel hingað til,“ segir Lára.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13
Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01