„Mbappé hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 14:01 Kylian Mbappé skoraði í 2-0 sigri Paris Saint-Germain á Borussia Dortmund í gær. getty/Johannes Simon Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain. Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira