„Eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 11:30 Man United átti erfitt uppdráttar í Þýskalandi. Ash Donelon/Getty Images Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar, ræddi varnarleik Manchester United – eða skort á honum – í 4-3 tapi liðsins gegn Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það kom Ólafi á óvart hversu slakir gestirnir frá Manchester voru varnarlega í leiknum. Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira