Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 09:08 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar í júní síðastliðnum. AP Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara. Deiluna má rekja til þess að kanadísk yfirvöld sögðust fyrr í vikunni rannsaka „trúverðugar ásakanir“ um að indversk stjórnvöld hafi átt þátt í dauða sjíkaleiðtogans Hardeep Singh Nijjar. Hann var kanadískur ríkisborgari og leiðtogi sjíka í Bresku-Kólumbíu í Kanada. BBC greinir frá því að indversk stjórnvöld hafi hafnað ásökunum Kanadamanna um að hafa borið ábyrgð á drápinu á Singh Nijjar og sagt þær vera „fráleitar“. Indversk stjórnvöld sendu fyrr í vikunni út boð þar sem indverskir ríkisborgarar í Kanada eru hvattir til að fara öllu með gát vegna hatursglæpa og annarra glæpa sem beinast gegn Indverjum og rekja mætti til embættisfærslna kanadískra stjórnmálamanna. Er fullyrt að indverskir diplómatar í Kanada hafi sætt hótunum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn kanadísku leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar. Hann var ráðinn af dögum af tveimur grímuklæddum mönnum fyrir utan síkhahof í Bresku-Kólumbíu þann 18. júní síðastliðinn. Indversk stjórnvöld höfðu sett Singh Nijjar á lista yfir hryðjuverkamenn árið 2020. Indversk stjórnvöld hafa oft gripið til aðgerða gegn aðskilnaðarsinnum Síkha sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði. Fjölmennasta hóp sjíka utan Punjab er að finna í Kanada. Kanada Indland Tengdar fréttir Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að kanadísk yfirvöld sögðust fyrr í vikunni rannsaka „trúverðugar ásakanir“ um að indversk stjórnvöld hafi átt þátt í dauða sjíkaleiðtogans Hardeep Singh Nijjar. Hann var kanadískur ríkisborgari og leiðtogi sjíka í Bresku-Kólumbíu í Kanada. BBC greinir frá því að indversk stjórnvöld hafi hafnað ásökunum Kanadamanna um að hafa borið ábyrgð á drápinu á Singh Nijjar og sagt þær vera „fráleitar“. Indversk stjórnvöld sendu fyrr í vikunni út boð þar sem indverskir ríkisborgarar í Kanada eru hvattir til að fara öllu með gát vegna hatursglæpa og annarra glæpa sem beinast gegn Indverjum og rekja mætti til embættisfærslna kanadískra stjórnmálamanna. Er fullyrt að indverskir diplómatar í Kanada hafi sætt hótunum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn kanadísku leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar. Hann var ráðinn af dögum af tveimur grímuklæddum mönnum fyrir utan síkhahof í Bresku-Kólumbíu þann 18. júní síðastliðinn. Indversk stjórnvöld höfðu sett Singh Nijjar á lista yfir hryðjuverkamenn árið 2020. Indversk stjórnvöld hafa oft gripið til aðgerða gegn aðskilnaðarsinnum Síkha sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði. Fjölmennasta hóp sjíka utan Punjab er að finna í Kanada.
Kanada Indland Tengdar fréttir Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18