Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 10:38 Kristján Loftsson sagðist í viðtali við fréttastofu í gær ætla að sækja um áframhaldandi heimild til hvalveiða þegar núgildandi heimild rennur út um áramótin. Vísir/Vilhelm Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02