Umfangsmiklar árásir á báða bóga Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 12:16 Barist við eld eftir eldflaugaáras Rússa í bænum Cherkasy. AP/Almannavarnir Úkraínu Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45