Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 16:01 Hermenn 3. árásarherdeildar Úkraínuhers hafa barist nærri Bakhmut í þrjá mánuði. Þeir segjast hafa sigrað þrjú stórfylki af rússneskum hermönnum suður af borginni fyrr í þessum mánuði. AP Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við hermenn 3. árásarherdeildar um orrustuna um Andrjívka og Klistjívka en þeir höfðu það verkefni að taka fyrrnefnda bæinn. Eins og áður segir tók það þrjá mánuði og kostaði það stórfylkið mikið. „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum,“ sagði einn hermannanna. „Þegar ég hugsa um hversu langt við eigum eftir sækja fram ... líklega mun ég einhvern daginn vera sá sem liggur eftir í skóginum.“ Rússar tóku rústir Bakhmut í maí en það voru að mestu málaliðar Wagner og rússneskir fangar sem börðust við Úkraínumenn í borginni. Síðan þá hefur úkraínski herinn staðið í sóknum norður og suður af borginni, með því markmiði að umkringja hana og frelsa á nýjan leik. 3. árásarherdeildin inniheldur eingöngu sjálfboðaliða og er talinn eitt af bestu og reynslumestu stórfylkjum Úkraínu. Þeir hafa barist við Bakhmut í austurhluta Úkraínu nánast án hvíldar frá því í janúar en nýrri og reynsluminni herdeildir berjast í suðurhluta landsins og notast við hergögn frá Vesturlöndum. Meðlimir 3. árásarherdeildarinnar notast við gamlan búnað frá tímum Sovétríkjanna og hefur hægt á sókn þeirra undanfarinn mánuð. Forsvarsmenn hersins lýstu þó yfir miklum árangri í vikunni þegar Andrjívka og Klistjívka voru frelsaðir. Myndbandið hér að neðan sýnir aðstæður í Andrjívka á dögunum. Liberation of Andriivka, more footage of the 3rd separate assault brigade."The video shows the cleaning of one of the streets. More precisely, what remained of it: the Russians hid in the ruins of the buildings of the village, which they themselves completely destroyed." pic.twitter.com/NB6LeIVq5c— NOELREPORTS (@NOELreports) September 21, 2023 Þann 14. september brutu hermenn sér leið í gengum varnir Rússa við bæinn eftir að hafa látið sprengjum rigna á svæðið. Hermenn ruddust að bænum á meðan rússneskir hermenn flúðu en rússneskt stórskotalið varpaði sprengjum á eigin hermenn á flótta og hermenn sem gáfust í bænum. Þá fóru úkraínskir hermenn hús úr húsi og handsömuðu rússneska hermenn sem gáfust upp. Aðra felldu þeir og kepptust þeir við að skjóta niður rússneska dróna sem notaðir voru til að varpa handsprengjum á þá. Rússneskir herbloggarar hafa einnig sagt frá því að rússneskir hermenn hafi fallið fyrir eigin stórskotaliði og myndbönd hafa sýnt það þegar rússneskt stórskotalið skaut á Andrjívka þegar úkraínskir hermenn voru að handsama rússneska hermenn. Fram hefur komið í rússneskum fjölmiðlum að Andrei Kondrashkin, ofursti og yfirmaður 31. stórfylkis fallhlífarhermanna Rússa, hafi fallið í átökunum. Sækja fram á bryndrekum Í greininni hér að ofan kom einnig fram að Úkraínumenn hafi verið að víkka holuna sem þeir hafa grafið í varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Í gær gerðist það í fyrsta sinn en myndefni sýndi Úkraínumenn á bryndrekum fyrir innan stærstu varnarlínu Rússa, nærri bænum Verbove í Saporisjía-héraði. Drónamyndband sem Rússar tóku sýnir Úkraínumenn sækja að þorpinu á Marder-bryndrekum frá Þýskalandi og Stryker-brynvörðum bílum, frá Bandaríkjunum. Þessi farartæki eru þarna komin í fyrsta sinn yfir skriðdrekaskurðinn og drekatennurnar svokölluðu í suðurhluta landsins. Rússar segjast hafa skemmt nokkur af þessum farartækjum í stórskotaliðsárásum. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá svæðinu við Verbove. Efra myndbandið sýnir úkraínska fótgönguliða sækja að skotgröf Rússa, sem nýverið er búið að gera stórskotaliðsárás á. Neðra myndbandið sýnir áðurnefnd farartæki við Verbove. 155. West and SW of Verbove.UAF have now brought AFVs beyond parts of the 'Surovikin line' in two places: on the axis of the UAF infantry advance in tweet 140-42; as well as further SW (Geo's in link). Initially viewed are Strykers, Marders (82nd Air Assault Bde) plus later pic.twitter.com/qgqDlgIf17— Dan (@Danspiun) September 21, 2023 Bandaríska hugveitan Instititue for the study of war segir að of snemmt sé að segja að Úkraínumenn hafi rofið varnir Rússa á svæðinu. Það að Úkraínumenn hafi getað fært bryndreka og brynvarða bíla svo framarlega, gefi þó til kynna að gagnsókn Úkraínumanna hafi náð árangri. Þá gefi það einnig til kynna að Úkraínumenn hafi tryggt sér yfirburði þegar kemur að stórskotaliði á svæðinu. Þetta séu skref sem gætu verið undanfari stærri framsóknar, en of snemmt sé að segja til um það. ISW has observed a significant inflection in western #Zaporizhia Obl:Ukrainian forces are for the first time confirmed to be operating armored vehicles (Stryker & Marder infantry fighting vehicles) beyond the Russian anti-tank ditch and dragon s teeth obstacles near #Verbove. https://t.co/ZlX90zSWee pic.twitter.com/JZWGxDmCT7— ISW (@TheStudyofWar) September 21, 2023 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við hermenn 3. árásarherdeildar um orrustuna um Andrjívka og Klistjívka en þeir höfðu það verkefni að taka fyrrnefnda bæinn. Eins og áður segir tók það þrjá mánuði og kostaði það stórfylkið mikið. „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum,“ sagði einn hermannanna. „Þegar ég hugsa um hversu langt við eigum eftir sækja fram ... líklega mun ég einhvern daginn vera sá sem liggur eftir í skóginum.“ Rússar tóku rústir Bakhmut í maí en það voru að mestu málaliðar Wagner og rússneskir fangar sem börðust við Úkraínumenn í borginni. Síðan þá hefur úkraínski herinn staðið í sóknum norður og suður af borginni, með því markmiði að umkringja hana og frelsa á nýjan leik. 3. árásarherdeildin inniheldur eingöngu sjálfboðaliða og er talinn eitt af bestu og reynslumestu stórfylkjum Úkraínu. Þeir hafa barist við Bakhmut í austurhluta Úkraínu nánast án hvíldar frá því í janúar en nýrri og reynsluminni herdeildir berjast í suðurhluta landsins og notast við hergögn frá Vesturlöndum. Meðlimir 3. árásarherdeildarinnar notast við gamlan búnað frá tímum Sovétríkjanna og hefur hægt á sókn þeirra undanfarinn mánuð. Forsvarsmenn hersins lýstu þó yfir miklum árangri í vikunni þegar Andrjívka og Klistjívka voru frelsaðir. Myndbandið hér að neðan sýnir aðstæður í Andrjívka á dögunum. Liberation of Andriivka, more footage of the 3rd separate assault brigade."The video shows the cleaning of one of the streets. More precisely, what remained of it: the Russians hid in the ruins of the buildings of the village, which they themselves completely destroyed." pic.twitter.com/NB6LeIVq5c— NOELREPORTS (@NOELreports) September 21, 2023 Þann 14. september brutu hermenn sér leið í gengum varnir Rússa við bæinn eftir að hafa látið sprengjum rigna á svæðið. Hermenn ruddust að bænum á meðan rússneskir hermenn flúðu en rússneskt stórskotalið varpaði sprengjum á eigin hermenn á flótta og hermenn sem gáfust í bænum. Þá fóru úkraínskir hermenn hús úr húsi og handsömuðu rússneska hermenn sem gáfust upp. Aðra felldu þeir og kepptust þeir við að skjóta niður rússneska dróna sem notaðir voru til að varpa handsprengjum á þá. Rússneskir herbloggarar hafa einnig sagt frá því að rússneskir hermenn hafi fallið fyrir eigin stórskotaliði og myndbönd hafa sýnt það þegar rússneskt stórskotalið skaut á Andrjívka þegar úkraínskir hermenn voru að handsama rússneska hermenn. Fram hefur komið í rússneskum fjölmiðlum að Andrei Kondrashkin, ofursti og yfirmaður 31. stórfylkis fallhlífarhermanna Rússa, hafi fallið í átökunum. Sækja fram á bryndrekum Í greininni hér að ofan kom einnig fram að Úkraínumenn hafi verið að víkka holuna sem þeir hafa grafið í varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Í gær gerðist það í fyrsta sinn en myndefni sýndi Úkraínumenn á bryndrekum fyrir innan stærstu varnarlínu Rússa, nærri bænum Verbove í Saporisjía-héraði. Drónamyndband sem Rússar tóku sýnir Úkraínumenn sækja að þorpinu á Marder-bryndrekum frá Þýskalandi og Stryker-brynvörðum bílum, frá Bandaríkjunum. Þessi farartæki eru þarna komin í fyrsta sinn yfir skriðdrekaskurðinn og drekatennurnar svokölluðu í suðurhluta landsins. Rússar segjast hafa skemmt nokkur af þessum farartækjum í stórskotaliðsárásum. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá svæðinu við Verbove. Efra myndbandið sýnir úkraínska fótgönguliða sækja að skotgröf Rússa, sem nýverið er búið að gera stórskotaliðsárás á. Neðra myndbandið sýnir áðurnefnd farartæki við Verbove. 155. West and SW of Verbove.UAF have now brought AFVs beyond parts of the 'Surovikin line' in two places: on the axis of the UAF infantry advance in tweet 140-42; as well as further SW (Geo's in link). Initially viewed are Strykers, Marders (82nd Air Assault Bde) plus later pic.twitter.com/qgqDlgIf17— Dan (@Danspiun) September 21, 2023 Bandaríska hugveitan Instititue for the study of war segir að of snemmt sé að segja að Úkraínumenn hafi rofið varnir Rússa á svæðinu. Það að Úkraínumenn hafi getað fært bryndreka og brynvarða bíla svo framarlega, gefi þó til kynna að gagnsókn Úkraínumanna hafi náð árangri. Þá gefi það einnig til kynna að Úkraínumenn hafi tryggt sér yfirburði þegar kemur að stórskotaliði á svæðinu. Þetta séu skref sem gætu verið undanfari stærri framsóknar, en of snemmt sé að segja til um það. ISW has observed a significant inflection in western #Zaporizhia Obl:Ukrainian forces are for the first time confirmed to be operating armored vehicles (Stryker & Marder infantry fighting vehicles) beyond the Russian anti-tank ditch and dragon s teeth obstacles near #Verbove. https://t.co/ZlX90zSWee pic.twitter.com/JZWGxDmCT7— ISW (@TheStudyofWar) September 21, 2023
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16
Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59