Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 16:52 Solar Orbitar, Parker Solar Proge og sólin. ESA Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt. Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt.
Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira