Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt Árni Sæberg skrifar 22. september 2023 06:38 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run við málverk af foreldrum sínum, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra. Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13