Fótbolti

Ødegaard skrifar undir nýjan fimm ára samning við Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Ødegaard ætlar sér að vera lengi hjá Arsenal.
Martin Ødegaard ætlar sér að vera lengi hjá Arsenal. Visionhaus/Getty Images

Norski miðjumaðurinn Martin Ødegaard hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Arsenal.

Ødegaard gekk til liðs við Skytturnar árið 2021. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu hjá Mikel Arteta og var gerður að fyrirliða liðsins fyrir síðasta tímabil.

Þessi 24 ára gamli miðjumaður hefur skorað 27 mörk og gefið 15 stoðsendingar í 112 leikjum fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og kom við sögu í 37 af 38 leikjum á síðasta tímabili þar sem liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

Ødegaard var keyptur til Arsenal fyrir um 30 miljónir punda eftir að hafa upphaflega komið á láni frá Real Madrid. Samningur hans átti að renna út árið 2025, en nýi samningurinn gildir út tímablið 2027-2028.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×