Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn Ágúst Mogensen skrifar 22. september 2023 11:01 Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun