Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. september 2023 11:53 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að leggja fram umdeilt frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu löggjafarþingi. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10
Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07