Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. september 2023 11:53 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að leggja fram umdeilt frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu löggjafarþingi. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10
Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07