Innköllunin varðar þær sölueiningar sem hafa best fyrir dagsetninguna á tímabilinu 1. júní 2025 til 31. ágúst 2025. Sérstök athygli er vakin á því að form dagsetningar er ár-mánuður-dagur.
Fram kemur í tilkynningu frá Aðföngum að bakterían hafi greinst við innra eftirlit matvælaframleiðandans, Santa Maria. Í varúðaskyni hafi því verið ákveðið að innkalla allar framleiðslulotur. Ekki sé vitað um staðfest tilvik matareitrunar vegna neyslu vörunnar.
„Bakterían getur valdið einkennum á borð við niðurgang og uppköst. Ef einkenni koma fram er það jafnan innan 24 tíma. Sósan hefur verið í sölu í öllum verslunum Bónus og Hagkaups og stendur innköllun þar yfir. Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Fyrir hönd framleiðanda vörunnar biður Aðföng viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar. “