„Hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi“ Hinrik Wöhler skrifar 24. september 2023 17:17 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli í annarri umferð í efri hluta Bestu deildar karla í dag. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur með að taka aðeins eitt stig úr leiknum í dag á Meistaravöllum. „Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur KR Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
„Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira