Þrír Danir ákærðir í skútumáli Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 10:33 Mennirnir voru handteknir í lok júní á þessu ári. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49
Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38