Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 12:10 Að minnsta kosti tvær stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa á föstudaginn. AP/Planet Labs PBC Yfirmenn sérsveita Úkraínuhers segja stjórnanda Svartahafsflota Rússa hafa fallið í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar flotans í Sevastaopol á Krímskaga á föstudaginn. Þar að auki hafi 34 aðrir yfirmenn í rússneska hernum fallið og rúmlega hundrað hafi særst. Auk þess segja þeir að byggingin sé ónýt en myndefni sýnir að hún sé hrunin. Sjá einnig: Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum er því einnig haldið fram að þegar árás var gerð á slippinn í Sevastopol í síðustu vikur, þar sem rússnesku herskipi og kafbáti var grandað, hafi 62 úr áhöfn herskipsins fallið. Þeir hafi verið um borð þar sem setja átti skipið Minsk á flot morguninn eftir. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Non watermarked/clearer pic.twitter.com/vR2RbQLe1F— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 22, 2023 Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fregnir. Aðmírállinn sem leitt hefur Svartahafsflota Rússa heitir eða hét Viktor Sokolov. Frá því árásin var gerð á föstudaginn hefur hann ekki sést opinberlega. Það eina sem yfirvöld í Rússlandi hafa sagt er að einn hermaður hafi fallið í árásinni, en því var svo breytt í að hann væri týndur. Commander of the Russian Black Sea Fleet admiral Viktor Sokolov died in the missile strike on the Fleet's headquarters, along with 34 more officers. 105 more were wounded. The building is not suitable for restoration - Special Operations Forces of Ukraine. pic.twitter.com/2EQHl7WxJy— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 25, 2023 Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í morgun sýna stóra sprengingu og mikinn eld í Sorokyne í Lúhanskhéraði, sem stjórnað er af Rússum. Myndefninu fylgdu fregnir um að þar hefðu Úkraínumenn hæft vopnageymslu Rússa en bærinn er um 135 kílómetra frá víglínunni í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar segja að minnst þrjár Storm Shadow stýriflaugar hafi hæft vopnageymsluna. Þeir segja enga rússneska hermenn hafa verið á svæðinu. /1. Explosions/ammunition detonation is reported in Russian controlled Sorokyne (Krasnodon), Luhansk region. pic.twitter.com/rOsfUgJ0d1— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) September 25, 2023 Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28 Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51 Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Auk þess segja þeir að byggingin sé ónýt en myndefni sýnir að hún sé hrunin. Sjá einnig: Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum er því einnig haldið fram að þegar árás var gerð á slippinn í Sevastopol í síðustu vikur, þar sem rússnesku herskipi og kafbáti var grandað, hafi 62 úr áhöfn herskipsins fallið. Þeir hafi verið um borð þar sem setja átti skipið Minsk á flot morguninn eftir. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Non watermarked/clearer pic.twitter.com/vR2RbQLe1F— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 22, 2023 Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fregnir. Aðmírállinn sem leitt hefur Svartahafsflota Rússa heitir eða hét Viktor Sokolov. Frá því árásin var gerð á föstudaginn hefur hann ekki sést opinberlega. Það eina sem yfirvöld í Rússlandi hafa sagt er að einn hermaður hafi fallið í árásinni, en því var svo breytt í að hann væri týndur. Commander of the Russian Black Sea Fleet admiral Viktor Sokolov died in the missile strike on the Fleet's headquarters, along with 34 more officers. 105 more were wounded. The building is not suitable for restoration - Special Operations Forces of Ukraine. pic.twitter.com/2EQHl7WxJy— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 25, 2023 Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í morgun sýna stóra sprengingu og mikinn eld í Sorokyne í Lúhanskhéraði, sem stjórnað er af Rússum. Myndefninu fylgdu fregnir um að þar hefðu Úkraínumenn hæft vopnageymslu Rússa en bærinn er um 135 kílómetra frá víglínunni í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar segja að minnst þrjár Storm Shadow stýriflaugar hafi hæft vopnageymsluna. Þeir segja enga rússneska hermenn hafa verið á svæðinu. /1. Explosions/ammunition detonation is reported in Russian controlled Sorokyne (Krasnodon), Luhansk region. pic.twitter.com/rOsfUgJ0d1— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) September 25, 2023
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28 Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51 Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28
Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51
Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01