Eftir krefjandi mánuði stimplaði Arnór sig rækilega inn í endurkomunni Aron Guðmundsson skrifar 25. september 2023 17:00 Arnór í leiknum með Blackburn gegn Ipswich um nýliðna helgi. Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson stimplaði sig inn í lið enska B-deildar liðsins Blacburn Rovers um nýliðna helgi er hann sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og skoraði eitt marka liðsins í tapi gegn Ipswich Town. Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira